Páskabjór
Á hverju ári gefa íslensku brugghúsin út sérstaka bjóra fyrir páskana og í ár ákváðum við að gefa út tvo bjóra.
Við hugsum alltaf um hvað við viljum gera og líka hvað viðskiptavinir okkar vilja kaupa. Að þessu sinni vildum við brugga Dymbilvikudjús, tvöfaldan IPA sem við höfum bruggað síðustu tvö ár, en á hverju ári skiptum við um humla, í ár eru það Galaxy og Azacca humlar sem gefa því mjög ávaxtaríkt og safaríkt bragð.
Hinn bjórinn okkar er Páska Lager sem er 5,5% já þið giskuðuð rétt, lagerbjór af gerðinni Marzen og hann er maltkenndur og fylltur og við elskum hann og vonum að ykkur líki hann líka.

